fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar kominn aftur heim

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. maí 2013 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson var mjög innundir hjá Eysteini Jónssyni þegar hann var í Framsóknarflokknum. Ólafur var afar metnaðargjarn ungur maður og stefndi hátt. Eysteinn var á bandi hans og vildi veg hans sem mestan í flokknum.

Svo kom Ólafur Jóhannesson til skjalanna. Hann þoldi ekki Ólaf Ragnar sem loks flæmdist úr flokknum. Staldraði við í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, en varð loks formaður Alþýðubandalagsins þótt stór hluti flokksmanna væri andsnúinn honum.

Þvínæst gerðist mikið kraftaverk. Ólafur var kjörninn forseti og þá mátti varla minnast á að hann hefði verið í pólitík áratugum saman. Það var svo mikil bannorð, að menn sem nefndu það voru úthrópaðir.

En nú er sagt að Ólafur sé aftur kominn heim í föðurhúsin. Framsókn lítur á hann sem sinn mann. Forsetinn mærir nýjan forsætisráðherra sem kemur úr Framsóknarflokknum og talar um hann eins og sé sköpunarverk sitt.

Sjálfstæðismenn tuða úti í hornum um að þurfi að breyta því sem segir í stjórnarskránni um valdsvið forsetans – en það mun Framsókn varla taka í mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin