Stigagjöfin í Evrovision sýnir enn einu sinni hvaða þjóð er okkur vinsamlegust.
Þjóðverjar.
Þeir kaupa tónlistina okkar og bækurnar – halda meira að segja risastóra bókakaupstefnu þar sem við fáum að vera aðal.
Þeir eru ein af fáum erlendum þjóðum sem hafa raunverulegan áhuga á Íslendingasögunum.
Þeir hafa löngum komið hingað sem ferðamenn – engir hafa kunnað betur að meta landið.
Diplómati sagði mér einu sinni að það væri sama hvaða vitleysu Íslendingar gerðu, alltaf væru Þjóðverjar jafn vinsamlegir – þeir afgreiddu delluna oftar en ekki með því hvað við séum lítil og skrítin.
Og þeir gefa okkur aftur og aftur stig í Evrovision, sama hvað lögin eru léleg. Þetta er meira en hægt er að segja um aðrar nágrannaþjóðir.
Íslendingar eru hins vegar svo uppteknir af hinum engisaxneska heimi að þeir taka varla eftir Þjóðverjum. Samt er í raun mun meira að sækja þangað en til Bretlands þar sem allt er í skralli.