fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Kulnaðar vonir Evrópusinna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. maí 2013 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason hrósar sigri í pistli á Evrópuvaktinni. Segir að markmið þeirra Styrmis Gunnarssonar hafi náðst, að koma frá völdum þeim sem vilja aðild að Evrópusambandinu. Björn veltir fyrir sér hvort ástæða sé til að halda Evrópuvaktinni áfram.

Björn getur fagnað – aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki í sjónmáli. Sjálfur hef ég reyndar haldið því fram lengi að Ísland færi ekki inn í  ESB í þessari umferð. Andstaðan hefur verið of mikil, málflutningur þeirra sem vilja inn of veikur.  Icesave hafði mikil áhrif og þá ekki síður kreppan í Evrópu.

Það voru svo líka mikil mistök hjá Samfylkingunni að fallast ekki á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um. Það hefði líklega verið samþykkt og þá væri varla neinn grundvöllur til að krefjast þess að viðræðum verði slitið.

Það er hins vegar spurning hvernig málin þróast.

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks – sem líklegast er að verði í næstu ríkisstjórn – hafa báðir sagt að rétt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli aðildarviðræðum áfram. En hvorugur þeirra hefur viljað segja hvenær slík atkvæðagreiðsla á að fara fram. Þegar þeir eru spurðir af þessu byrja þeir að flækja málin.

Ástæðan er auðvitað sú að í raun langar þá afskaplega lítið að halda þessa þjóðaraatkvæðagreiðslu – og þeir vilja fresta henni í lengstu lög. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar gætu náttúrlega verið þau að halda skuli áfram viðræðum – sem yrði frekar pínlegt fyrir báða flokkana. Miklu þægilegara er að láta samningaviðræðurnar einfaldlega fjara út; þær eru hvort sem er á ís síðan í vetur.

En einhvern tíma þarf að taka af skarið, halda þjóðaratkvæðagreiðsluna eða tilkynna Evrópusambandinu viðræðuslit.

Þeir eru til sem láta sig dreyma um að næsta ríkisstjórn verði ekki samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – að Samfylkingin og Björt framtíð geti komist í ríkisstjórn með öðrum hvorum flokkanna og tryggt framhald viðræðnanna við Evrópusambandið.

En þá eru menn hugsanlega að vanmeta andstöðuna við ESB innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Í þingliði Sjálfstæðisflokks eru menn sem hafa farið hamförum gegn ESB, nýr þingmaður þar er Haraldur Benediktsson, sem til skamms tíma var formaður Bandasamtakanna. Hann er einn harðasti andstæðingur ESB sem um getur. Og svo má ekki gleyma þeim Davíð, Birni og Styrmi, þeir eru enn á vaktinni, hvað sem síðar verður.

Í þingliði Framsóknar eru svo menn eins og Frosti Sigurjónsson og Ásmundur Einar Daðason sem eru báðir í stjórn Heimssýnar – Ásmundur er reyndar formaður. Gleymum ekki Vigdísi Hauksdóttur sem lengi hefur talið sig sjá Evrópu í ljósum logum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“