fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Að draga úr væntingum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. maí 2013 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú, tveimur vikum eftir kosningar, í miðri ríkisstjórnarmyndun, eru menn farnir að tala um dökkar horfur í þjóðarbúskapnum.

Svona var ekki talað fyrir kosningarnar. Það var helst að Árni Páll Árnason reyndi það, en hann fékk lítinn hljómgrunn.

Staðan hefur samt varla breyst neitt að ráði. Það var vitað fyrir kosningarnar að skuldavandinn væri mjög erfiður viðfangs, að við yrðum að ná hagstæðum samningum við erlenda kröfuhafa, að krónan yrði að vera veik og að hagvaxtarhorfur væru ekki sérlega góðar. Viðmælendur mínir í Silfri Egils á sunnudag voru sammála um að þetta væru ekki ný tíðindi.

Það hentaði ekki að ræða þetta á tíma þegar lofað var skuldaniðurfellingum, skattalækkunum, auknu fé í heilbrigðisþjónustuna, meira fé til öryrkja og aldraðra og afnámi verðtryggingar.

En nú kveður semsagt við annan tón, stuttu áður en ný ríkisstjórn tekur þetta við. Maður hlýtur að spyrja hvort þetta sé spuni sem er hannaður til að draga úr væntingum?

Það gagnaðist síðustu ríkisstjórn ágætlega að benda á að ríkisstjórnin þar á undan hefði skilið allt eftir í rjúkandi rúst. Svo hætti það dálítið að virka. Eigum við von á því sama?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin