Það er ekkert sérlega auðvelt að vera stjórnmálamaður á upplýsingaöld og á tíma samskiptamiðla.
Menn eru minntir rækilega á orð sem þeir láta falla, á fyrirheit, loforð og meint svik.
Þannig var það um skjaldborgina henar Jóhönnu.
Um hana var skrifað á Facebook nánast daglega.
Og það verður eins með loforð Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar. Ef flokkurinn stendur ekki við þau stefnir hann í glötun.
Það er afar mikilvægt að eitthvað sem skiptir sköpum í þessu máli komi fram strax eftir að ríkisstjórnin er mynduð – og það er afar varasamt fyrir væntanlega stjórnarflokka að rugla með loforðin frá því fyrir kosningar og byrja á því að afnema veiðigjaldið.
Nú er liklegt að baktjaldamenn í flokkunum hamist í formönnunum að taka burt gjaldið strax, en það gæti snúist illa í höndunum á þeim.
Þetta er spurning um forgangsröðunina – og ekki síður hvernig kemur almenningi fyrir sjónir. Skuldarar þurfa að vera fyrir framan kvótaeigendur, annað væri afleikur hjá nýrri stjórn.