Meðal þess sem við fjöllum um í Silfri Egils í dag eru tillögur svokallaðs Samráðsvettvangs um hvernig megi auka hagvöxt á Íslandi.
Tillögurnar hafa fengið misjafnar móttökur, en eftir að hafa lesið þær í gegn fullyrði ég að þetta sé stórmerkilegt plagg.
Þarna er tekið á ýmsum málum sem við þurfum að hugsa mjög alvarlega um, mikilli óskilvirkni og seinagangi í skólastrarfi, hversu fé sem er varið til rannsókna og þróunar nýtist illa, um slæmt fjárfestingaumhverfi, lélega framleiðni, afar óhagkvæmt landbúnaðarkerfi, ónóga atvinnuþáttöku öryrkja, um vafasama hagkvæmni þess að byggja virkjanir og álver til að keyra upp skammtímavöxt og um hverning megi standa að gjaldtöku til að vernda ferðamannastaði.
Þarna er bara fátt eitt nefnt.
Og það eru birtar tillögur til úrbóta – það vantar ekki. Menn þurfa ekki að vera sammála öllu, en þarna er fínn umræðugrundvöllur um hvert skuli stefna í íslensku samfélagi, og veitir ekki af.
Skýrsluna má finna á þessari slóð.