Áhugaverð er umfjöllun Kastljóss og Þorkels Helgasonar frá því í gær þar sem kemur í ljós að úrslit kosninga hefðu verið nokkuð önnur ef landið væri eitt kjördæmi og ekki væri í gildi regla um að framboð þyrftu að fá meira en ákveðið fylgi til að komast á þing.
Þá sjáum við að Flokkur heimilanna og Dögun hefðu fengið 2 þingmenn hvor.
Hægri grænir og Lýðræðisvaktin 1 þingmann hvor flokkur.
Þingmannatala Framsóknar hefði lækkað úr 19 niður í 16, en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefðu misst einn þingmann hvor flokkur.