Ég fylgdist með fyrsta maí göngunni fara niður Bankastrætið. Það var mikið fjölmenni í bænum.
En sýnu fjölmennust var þó græna gangan sem kom í kjölfarið á göngu verkalýðsfélaganna.
Mannfjöldinn í henni var eiginlega ótrúlegur. Ég taldi ekki. En gangan var lengi lengi að komast niður strætið.
Skilaboðin eru óneitanlega sterk – andstaðan við virkjanir og stóriðju er ekkert að linast.
Nýlegar skoðanakannanir sýna líka að meirihluti þjóðarinnar er á móti frekari byggingu álvera – og virkjun í Bjarnarflagi.
Forysta verkalýðshreyfingarinnar hlýtur að þurfa að taka eitthvert mark á þessu. Andstaða hennar við grænu gönguna virðist hafa eflt hana fremur en hitt.