Dálítið er það kyndugt hjá forystumönnum í verkalýðshreyfingunni að amast við því þótt umhverfisverndarsinnar efni til grænnar göngu á 1. maí.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að leyfa eigi „okkur að haa þennan dag um málefni launafólks“.
Gylfi er reyndar einn harðasti stóriðjusinni á Íslandi.
Það er þó ekkert aðalatriði, heldur hitt að löng hefð er fyrir því að alls konar hópar taki þátt í baráttugöngum 1. maí.
Femínistar hafa stundum veri áberandi, samkynhneigðir ef ég man rétt, Palestínuvinir, anarkistar, og hér á á árum áður meðlimir í byltingarsinnuðum hópum á vinstri væng.
Með þessu er ekki gert lítið úr mikilvægi verkalýðsbaráttunnar. Ég nefni að lokum að í Kiljunni annað kvöld, 1. maí, verðum við með umfjöllun um kjör verkafólks á árum áður. Það er býsna fallegt innslag, þó ég segi sjálfur frá.