fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Hvað gerir Ólafur Ragnar á morgun?

Egill Helgason
Laugardaginn 27. apríl 2013 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein helsta birtingarmynd valds forseta Íslands er að hann hefur hlutverki að gegna þegar ríkisstjórnir eru myndaðar.

Þegar þeirri ríkisstjórn sem nú situr var fyrst komið á laggirnar, í janúar 2009, lagði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðnar línur fyrir myndun hennar. Þetta þótti óvenjulegt. Raunar er ýmislegt á huldu um aðkomu Ólafs Ragnars að myndun þeirrar ríkisstjórnar.

En forsetinn nefndi fjögur verkefni:

„Þeir fjórir þættir sem ég nefndi, það er samfélagsleg sátt, endurnýjun á hinu pólitíska umboði, trygg tök á efnahagsvanda þjóðarinnar og farvegur fyrir umræðu um nýja stjórnskipan.“

Nú liggur fyrir að mynduð verður ný ríkisstjórn eftir kosningarnar í kvöld.

Skyldi Ólafur Ragnar leggja henni einhverjar línur?

Og svo er spurning hvernig hann ber sig að. Ein aðalspennan í kosningunum er hvor flokkurinn verði stærri, Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsókn. En það er nokkuð ljóst að Framsóknarflokkurinn verður helsti sigurvegari kosninganna, bætir við sig mestu fylgi. Önnur möguleg staða er reyndar að Framsóknarflokkurinn fái fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn út á minna fylgi.

En þá er spurning hvor fær stjórnarmyndunarumboðið frá Ólafi Ragnari, Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – og hvaða aðferð notar forsetinn til að tilkynna það? Þarna gæti fallið á hann sviðsljós – en því er hann yfirleitt ekki sérlega fráhverfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“