fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Óréttlæti í kosningakerfinu

Egill Helgason
Föstudaginn 26. apríl 2013 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að ef ekki væri svonefnd 5 prósenta regla myndu fleiri framboð ná mönnum inn á þing. Ábygglega Dögun og Lýðræðisvaktin, líklega fleiri.

Tilgangurinn með reglunni er væntanlega að koma í veg fyrir komi fram mikill fjöldi smáflokka og að auðveldara verði að mynda ríkisstjórnir.

Í jafn litlu landi og okkar er vandséð að sé nokkur þörf á þessu. Það verða alltaf til flokkar sem hafa miklu meira fylgi en hinir – og smáflokkar hafa ekki verið til neinna vandræða, nema síður sé.

Þannig að það er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að þarna sé fjórflokkakerfið að verja tilvist sína.

Það sést líka glöggt þegar dregur nær kosningum. Þá eru stóru flokkarnir í því á fullu að reyna að sannfæra kjósendur um að þeir sói atkvæði sínu með því kjósa framboð sem óvíst er að nái mönnum á þing.

Kjósendur eru semsagt hvattir til að kjósa ekki samkvæmt sannfæringu sinni heldur taktískt.

Eins og staðan er virðast milli 10-12 prósent atkvæða ekki nýtast til að koma mönnum á þing. Þau falla á flokka sem verða undir fimm prósenta markinu.

Þetta er ansi há tala og hún hefur það í för með sér að 50 prósenta mörkin varðandi útdeilingu þingsæta liggja langt fyrir neðan 50 prósent í kjörfylgi. Tölfróðir menn geta fundið töluna, en meirihluti á Alþingi næst með sirka 45 prósentum atkvæða.

Þetta er eitt af því sem virðist óréttlátt í íslenska kosningakerfinu. Svo er annað óréttlæti sem alltaf blasir við. Það má sjá í þessu súluriti sem sýnir atkvæðafjölda bak við þingmenn eftir kjördæmum. Í kosningunum 2009 voru 4850 kjósendur bak við hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi voru þeir 2366.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið