Það hefur verið talað um að ómögulegt sé að hafa kosningaþætti þar sem eru svona mörg framboð – en það er greinilega ekki rétt.
Kosningaþáttur RÚV sem stendur yfir er fínasta skemmtun – fyrir utan að vera kasta mjög fróðlegu ljósi á formennina sem þarna sitja fyrir svörum.
Miklu betri þáttur en á Stöð 2 í gær þegar voru aðeins sex formenn.
Og það eru ekki síst talsmenn nýju framboðanna, sem kannski ná engum inn á þing, sem gera þáttinn svo lifandi.