Það er annasöm helgi framundan.
Kosningasjónvarp á RÚV annað kvöld. Ég verð þar í einu horninu með gesti sem rýna í tölurnar.
Í hádeginu á sunnudag er fæ ég svo til mín í sjónvarpssal formenn stjórnmálaflokkanna – þeirra sem ná mönnum inn á þing.
Þá er þess að vænta að þreifingar um myndun ríkisstjórnar verði hafnar – og loft lævi blandið.
Meðfram hef ég verið nokkuð upptekinn við að tala við erlenda fjölmiðla, var í löngu viðtali við Asahi Shimbun í morgun, þetta japanska stórblað er eitt hið útbreiddasta í víðri veröld, og snemma í fyrramálið verð ég í þætti á BBC World Service.
Þannig að kosningarnar hér vekja athygli víða um heim.