fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Skjaldborg eða umsátur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. apríl 2013 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er í vandræðum vegna ýmissa hluta. Hún setti sér alltof háleit markmið – það var ekki hægt að standa við inngöngu í ESB, byltingu á kvótakverfinu, nýja stjórnarskrá.

Svo fór ótrúlegur tími í Icesave – ríkisstjórnin varð einfaldlega undir í því máli.

En ef það er eitt atriði sem er reynast stjórninni sérstaklega dýrkeypt þá er það fyrirheitið um „skjaldborgina um heimilin“.

Það hefur verið hægt að snúa út úr þessu á alla lund, hæða og spotta, hin almenna skoðun er að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við þessa stóru yfirlýsingu.

Þó hefur ýmislegt gerst: Margir gátu nýtt sér svokallaða 110 prósenta leið, það hafa verið greiddir út milljarðatugir í vaxtabætur, og svo hefur skuldaáþján verið létt af mörgum sem tóku lán í erlendum gjaldeyri.

Á endanum kemur kannski í ljós að gjaldeyrislánin borguðu sig – þrátt fyrir allt.

Á móti skjaldborginni teflir Framsókn nú slagorðinu „afléttum umsátrinu um heimilin“ – skjaldborgin varð semsagt að umsátri.

Það eru stór orð, baráttan síðustu vikuna fyrir kosningar snýst aðallega um hvort Framsókn geti staðið við þetta og hvort flokkurinn hafi komið með nægilega trúverðugar útskýringar á hvernig eigi að fara að þessu.

Hér á þessu bloggi hefur verið nefnt að kannski væri sniðugast að Framsóknarflokkurinn fengi að vera í minnihlutastjórn um tíma, með stuðningi annarra flokka, meðan hann væri að koma þessu kosningaloforði sínu í verk.

Því aðrir flokkar segjast ekki treysta sér til að vera með. Þá er hættan á að niðurstaðan eftir kosningar verði giska útvötnuð og að við séum að deila um eitthvað sem verður seint að veruleika.

Á meðan falla tillögur annarra flokka í skuggann. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að vandi þeirra sem skulda í húsnæði verði leystur í gegnum skattkerfið og viðbótarlífeyrissparnað. Þetta hefur ekki fengið sérlega mikla athygli, en hér má benda á bloggsíðu þar sem þessar tillögur eru gagnrýndar. Þarna segir að þær gagnist hinum efnameiri mest.

Manni finnst eins og afar fáir séu að beina orðum sínum að þeim sem eru í mestu vændræðunum á húsnæðismarkaði, það eru leigjendur sem þurfa oft að búa við afarkosti – fólk sem hefur einfaldlega ekki ráð á að leggja í húsnæðiskaup eða á ekki fyrir fyrstu afborgun. Þetta er býsna mikill fjöldi.

Frænka mín ein sem er í þessari stöðu skrifar á Facebook-síðu sína:

„…óskar eftir framtíðarstefnu EINHVERS flokks um húsnæðismálin og þá sér í lagi leigumarkaðinn. Börn hafa ekkert gaman af því að flytja og skipta um skóla mjög oft kæru stjórnmálamenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið