fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Kosningavikan

Egill Helgason
Mánudaginn 22. apríl 2013 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er runnin upp kosningavika – væntanlega nokkuð spennandi.

Það er ljóst að í kortunum er kosningasigur Framsóknarflokksins – það er bara spurning hvað hann verður stór.

Verður Framsókn fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn þegar talið verður upp úr kössunum.

Af því ræðst líklega hver verður forsætisráðherra – Sigmundur Davíð eða Bjarni Benediktsson?

Önnur stjórnarmynstur eru frekar ólíkleg.

Milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er samhljómur í atvinnumálum, hvað varðar stóriðju og sjávarútveg og í Evrópu- og utanríkismálum – það sem gæti reynst erfitt fyrir flokkana að semja um eru loforð Framsóknar um skuldaniðurfellingar.

Hinir gömlu flokkarnir eru í vandræðum.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist í mesta lagi geta náð upp í þrjátíu prósent. Það væri ákveðinn sálrænn sigur eftir hörmungavetur fyrir flokkinn. En það er lagt frá hefðbundnu kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins.

Samfylkingin er aðeins að hífa sig upp í skoðanakönnunum, en afhroð blasir samt við. Þótt hún fari til dæmis í 17 prósent, þá er það heilum 13 prósentustigum frá fylginu 2009.

Sama er að segja um VG, flokkurinn er aðeins að rétta úr kútnum miðað við verstu skoðanakannanirnar. En tölurnar eru samt skelfing lágar, líka ef miðað er við kosningarnar 2007 þar sem VG fékk 14,4 prósent.

(Nú tek ég fram að ég fór kosningavillt þegar ég sagði frá veðmáli mínu og Steingríms J. um fylgi VG í Silfrinu í gær. Við veðjuðum viskíflösku, ég sagði að VG yrði fyrir neðan 10 prósent, hann sagði að flokkurinn yrði fyrir ofan 10 prósent. Þetta var í kosningunum 2003 en ekki 2007 – þannig að ég hafði rétt fyrir mér.)

Hvað nýju flokkana varðar þá virðast Björt framtíð og Píratar stefna inn á þing. Það verður þó varla með nema með þremur til fjórum þingmönnum hvor flokkur.

Það er ansi mikið minna en Björt framtíð virtist ætla að fá í vetur, þegar hún var um tíma á pari við Samfylkinguna, og hvað varðar Pírata þá segja þeir sem eru fróðir um skoðanakannanir að fylgi þeirra kunni að vera ofmælt. Ástæðan er sú að gamalt fólk er sniðgengið í skoðanakönnunum, það skilar sér hins vegar best á kjörstað – og það er síst líklegt til að kjósa Pírata.

Dögun og Björt framtíð þurfa ekki að gefa upp alla von. Enn er nokkur hluti kjósenda óráðinn. Það væri kannski bara hressandi að fá þing þar sem er nokkur fjöldi nýrra flokka, en ekki bara einn flokkur til hliðar við fjórflokkinn eins og hefur yfirleitt verið venjan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Kosningavikan

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið