Erlendir fjölmiðlar eru farnir að fylgjast með kosningunum í næstu viku. Fjölmiðlamenn að utan eru farnir að koma hingað – aðrir hafa samband með tölvupósti eða síma.
Í ljósi atburða síðustu ára þykja þetta þetta merkilegar kosningar.
Það er eitt sem fjölmiðlamennirnir útlendu er standandi hissa á – það eru óvinsældir ríkisstjórnarinnar.
Að skuli stefna í afhroð hjá henni sem nálgast að vera met í vestrænu ríki.
Því þeir koma að kosningunum með þá hugmynd að stjórnin hafi staðið sig vel – með lítið atvinnuleysi, lítinn ríkissjóðshalla og nokkurn efnahagsbata.