fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Skipulagsmistök í hinum hýra Hafnarfirði

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. apríl 2013 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fer stundum í Hafnarfjörð og skoða mig um í gömlu hverfunum þar. Sumar göturnar eru með þeim fegurstu á Íslandi, þar ríkir kyrrð og samræmi. Það er gaman að fara upp á Hamarinn og í skemmtigarðinn Hellisgerði. Í Strandgötunni má svo finna perlur eins og Bæjarbíó – sem hýsir Kvikmyndasafn Íslands – og kaffihúsið Súfistann.

En því miður er það svo að mörgu í Hafnarfirði hefur verið spillt. Það var lögð stór akbraut meðfram höfninni sem eitt sinn var ein hin fallegasta á Íslandi. Það var byggt stórt verslunarhús sem nefnist Fjörðurinn, ógurlega forljótt, og í kringum það er flæmi bílastæða, milli gamla bæjarins og hafnarinnar. Í byggingaæðinu sem rann á landsmenn – og ekki síst bæjarstjórn Hafnarfjarðar – í upphafi aldarinnar voru svo byggðar stórar blokkir norðanmegin í höfninni.

Þetta er allt frekar dapurlegt – en því má þó fagna að gömlu göturnar ofar í bænum eru margar óspilltar. Ég held til dæmis að Austurgata geti gert tilkall til að vera fallegasta gata á Íslandi.

En svo eru skipulagsmistök sem hægt er að laga. Til dæmis má nefna þetta sérstaklega ljóta stórhýsi sem stendur við Lækinn í Hafnarfirði, við sjálfa Lækjargötu. Húsið virðist mestanpart standa autt, en það er nánast eins og það sé að kyrkja húsin í kringum sig, sem eru öll miklu smærri.

Hvað er því til fyrirstöðu að rífa svona byggingar sem augljóslega eru hörmuleg skipulagsmistök? Og þá kannski líka Morgunblaðshúsið í Reykjavík?

IMG_1977

Umrætt hús, sem líklega er Lækjargata 2, séð frá Strandgötunni.

IMG_1979

Og hér er byggingin, séð ofan frá Hamrinum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin