fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Rokk í Reykjavík

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. mars 2013 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn og Kvikmyndamiðstöð bjóða í bíó núna um helgina – það er skemmtilegt framtak.

Það eru sýndar íslenskar myndir, mig langar að nefna eina sem verður á dagskrá í Háskólabíói í dag klukkan 4 og á Akranesi og Sauðárkróki í kvöld klukkan 8.

Þetta er Rokk í Reykjavík, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Myndin lýsir menningarlífi í Reykjavík eins og það var þegar ég var rúmlega tvítugur. Þetta var tími pönks og nýbylgju í tónlist, þarna sjást nokkrar stjörnur sem voru áberandi í gegn á þessum árum, Bubbi Morthens, Einar Örn Benediktsson, Mike og Danny Pollock, Fræbblarnir, Vonbrigði, Sjálfsfróun, Q4U, Þursaflokkurinn, Friðryk,  Þeyr og Tappi tíkarrass – þar voru innanborðs Björk og Eyþór Arnalds.

Sumir af þessum hafa enst í bransanum, aðrir heltust úr lestinni – nokkrir eru dánir. Tónlistin sjálf eldist misvel.

En það er einhver hárréttur tónn í myndinni, þannig að tíðarandinn og krafturinn í honum skilar sér.

Ég var blaðamaður á Tímanum þegar myndin var gerð, við Illugi Jökulsson höfðum þá umsjón með Helgarblaði Tímans þótt við værum svo ungir. Það var fallegt af Framsóknarmönnum að treysta okkur fyrir þessu. Við fylgdumst vel með því sem var að gerast í þessum menningarkima – önnur áhugamál voru til dæmis skák og Samuel Beckett – og meðan á gerð myndarinnar stóð tók ég viðtal við Friðrik Þór.

Ég held það sé fyrsta stóra viðtalið við hann í fjölmiðli. Áður hafði Friðrik verið þekktur fyrir að reka hinn stórmerka kvikmyndaklúbb Fjalaköttinn og fyrir myndina Brennu-Njálssögu. Þar var kveikt í Njálu – og sýnt á breiðtjaldi í Háskólabíói. Friðrik tilheyrði líka afar frjóum hóp sem starfrækti Gallerí Suðurgötu 7, í eldgömlu timburhúsi á horni Suðurgötu og Vonarstrætis, sem aldrei hefði átt að rífa.

Ég man að Rokk i Reykjavík var frumsýnd í Tónabíói  Þar var ég meðal gesta. Það hefur ábyggilega verið who´s who meðal ungs fólks þess tíma. Ég man þó best eftir því að eftir myndina sagði ég við einhvern sem gekk með mér úr salnum og út í dagsbirtuna –

„Þessi stelpa sem var í gula kjólnum í myndinni verður heimsfræg.“

Það var Björk.

rokk_i_reykjavik

Björk var 16 ára í Rokki í Reykjavík. Þá var hún ekki orðin fræg – en myndin hafði mikil áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“