fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Skrítin umræða um vantraust

Egill Helgason
Mánudaginn 11. mars 2013 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera nokkuð skrítið ástand á Alþingi Íslendinga núna – sem oftar.

Það er hart deilt um vantrauststillögu Þórs Saari sem er tilkomin vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar í stjórnarskrármálum.

En það eru fæstir að tala um stjórnarskrána, umræðan fer út um víða völl. Stjórnin er húðskömmuð fyrir ýmsa hluti – og á móti skamma stjórnarliðar Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þingmenn nýta sér að ljós fjölmiðlanna beinast að þeim.

Að nokkru leyti virkar þetta eins og upptaktur fyrir kosningar sem eiga að fara fram eftir sjö vikur. Við erum að heyra alla frasana sem munu glymja í kosningabaráttunni.

Sá litli fókus sem þarna er að finna er á kosningunum, ekki vantrautstinu sem slíku eða stjórnarskránni – sem var þó tilefnið.

Á miðvikudagskvöldið verða eldhúsdagsumræður frá Alþingi, þeim verður sjónvarpað beint. Eru þingmenn nokkuð að rugla þessu tvennu saman?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið