fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gullæði á Íslandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. febrúar 2013 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum í gær var sagt frá því að íslenskt gullæði væri í uppsiglingu.

En þetta eru kannski ekki mikil tíðindi, því gullæði hefur verið í gangi á Íslandi í nokkur ár – í ferðaþjónustu.

Nú er spáð að fjöldi túrista á Íslandi fari að nálgast þrefalda íbúatölu þjóðarinnar.

Allir sem vettlingi geta valdið reyna að taka þátt í þessu. Ég hef heyrt nefnt að 1200 óskráð herbergi séu til leigu fyrir ferðamenn í Reykjavík – það er eins og fjögur Grand hótel – og það er rúllað út eldgömlum langferðabílum til að flytja túristana.

Þetta hefur náttúrlega kosti og galla. Það vantar að einhverju leyti innviði til að taka á móti svo mörgum ferðamönnum.

En kosturinn er meðal annars sá að tekjurnar seytla nokkuð vítt og breytt út í samfélagið, ólikt því til dæmis sem gerist í kringum sumar aðrar atvinnugreinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið