fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Má hefja 17. júní aftur til vegs og virðingar?

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. júní 2013 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæ hó jibbí jæ og jibbí jei/það er kominn sautjándi júní.

Þetta er hinn eiginlegi hátíðarbragur á þjóðhátíð Íslendinga. Öxar vð ána og Guð vors lands komast ekki með tærnar þar sem þetta hefur hælana.

Það kann reyndar enginn meira en þessar tvær línur, þær eru sönglaðar aftur og aftur og það kemur ekkert meira.

Kannski er það dæmigert fyrir hvað þjóðhátíðardagurinn er innantómur.

Honum fylgja eiginlega engar hefðir – í fyrra samanstóð hátíðardagskráin i Reykjavík af fornbílaakstri og hoppuköstulum.

Það var ekki einu sinni haldin skemmtun um kvöldið, heldur var vísað í að gay pride og menningarnótt væru hinir eiginlegu þjóðhátíðardagar.

Það má kannski til sanns vegar færa.

17. júní er orðinn svo daufur að fólk nennir ekki einu sinni að detta í það þennan dag.

Hugsanlega er hér verkefni fyrir hina þjóðmenningarsinnuðu ríkisstjórn – að hefja þjóðhátíðardaginn aftur til vegs og virðingar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni