Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum á Alþingi í gærkvöldi:
„Gjaldeyrishöftin hvíla eins og mara á íslensku efnahagslífi. Íslensk fyrirtæki standa höllum fæti gagnvart erlendum vegna þeirra, missa af mikilvægum tækifærum vegna seigju kerfisins og innlendir fjárfestar eiga erfitt með að dreifa áhættu í fjárfestingum sínum vegna takmarkana á fjármagnsflutningum. Meðan höftin standa erum við eins og gölluð vara í augum umheimsins. Ég hef stundum sagt að þau séu eins og blikkandi ljósaskilti yfir landinu sem á stendur: Varúð – við trúum ekki á virði gjaldmiðilsins – og það er ósanngjarnt að land sem býr yfir jafn miklum og spennandi tækifærum og Ísland skuli vera í þeirri stöðu.“
Eru menn staðráðnir í að halda áfram með krónuna?