Nú er rætt um Hellisheiðarvirkjun og að orkan sem hún framleiðir sé miklu minni en áætlað var. Þetta vekur upp spurningar um magn og endurnýjanleika jarðhitans.
Stefán Arnórsson prófessor í í jarðefnafræði, var í viðtali um þetta í Silfri Egils 6. febrúar 2011.
Viðtalið var að mig minnir tilefni til nokkurra blaðaskrifa. Stefán sagði að við vissum ekki nóg um jarðhitakerfin, eðli þeirra og endingu – það sem er að gerast upp á Hellisheiði virðist benda til þess.