fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Konan í rauða kjólnum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. júní 2013 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi kjarkmikla unga kona í rauðum kjól er orðin táknmynd fyrir mótmælin í Tyrklandi.

Hún hvikar ekki þrátt fyrir ofbeldi lögreglunnar.

Ég á vini í Tyrklandi sem eru mjög spenntir vegna þessara atburða og pósta fréttum án afláts á Facebook.

Aðallega snúast mótmælin um að vernda hið veraldlega samfélag í Tyrklandi, að koma í veg fyrir samkrull trúar og stjórnmála.

Þeir sem hafa komið til Tyrklands – og þá á ég ekki við sólarstrendur – vita að hin pólitíska staða þar er flókin. Þar er blómlegt veraldlegt samfélag með bókmenntum og listum, kaffihúsum og krám, ungu fólki sem er frjálslega klætt. Á hinn bógin er stórt samfélag trúaðra þar sem ríkja boð og bönn og þar sem konur hylja höfuð sitt og líkama.

Á síðustu áratugum hafa orðið gríðarlegir fólksflutningar til borga. Fólki með bakgrunn í sveitum hefur fjölgað mjög í Istanbul, það fólk er oft nokkuð afturhaldssamt í stjórnmálum, en á sama tíma hefur verið skeið mikils hagvaxtar. Lífskjör hafa víða batnað og risið hafa verslunarmiðstöðvar að vestrænni fyrirmynd. En um leið hafa trúaröflin verið að sækja í sig veðrið á valdatíma Receps Erdogan. Erdogan er sterkur leiðtogi og óbilgjarn, eftir langan valdaferil hlustar hann helst ekki á skoðanir andstæðinga sinna. Það kann ekki góðri lukku að stýra í jafn flóknu samfélagi og Tyrkland er.

Rithöfundar og blaðamenn eru enn fangelsaðir vegna skoðana sinna, það er sótt að konum sem vilja klæða sig á vestrænan hátt – og nú stendur til að setja miklar takmarkanir á áfengisdrykkju. Það myndi hafa mikil áhrif á hina miklu deiglu hugmynda sem er að finna á kránum evrópumegin í Istanbul. Um leið hefur stjórn Erdogans tekist að koma böndum á herinn, sem áður var eins og hemill á trúaröflin. Herinn hefur horft til vesturs allt frá tíma Ataturks, en nú horfir ríkisstjórnin æ meira í átt til hins íslamska heims.

En þó með þeim formerkjum að Tyrkland vill vera neyslusamfélag að vestrænni fyrirmynd. Það úir semsagt og grúir af þversögnum. Tyrkland er afar þýðingarmikið land hvað varðar samskipti austurs og vesturs, enda er það klofið milli Evrópu og Asíu í fleira tilliti en landfræðilegu. Klofningur liggur þvert í gegnum þjóðarsál Tyrkja. Fólkið sem ég þekki í Tyrklandi er vestanmegin og það er konan í rauða kjólnum líka. Það má einfaldlega ráða af klæðaburði hennar.

womaninred

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig