Nú er búið að handtaka Sigga hakkara fyrir fjársvik. Hann hefur komið víða við. Ferillinn er býsna skrykkjóttur.
Það var til að hitta hann að FBI menn komu til Íslands á sínum tíma. Þá voru á kreiki furðusögur um að stæði til að hakka tölvur Stjórnarráðins.
Þessar sögur munu hafa verið komnar frá Sigga – sem er ekki sérlega ábyggilegur heimildamaður. Hann sagðist hafa verið starfsmannastjóri WikiLeaks. Það var hugarburður.
En þegar umræða fór í gang um þetta í vetur fóru margir mikinn og héldu því fram að þáverandi innanríkisráðherra hefði verið að leggja stein í götu réttarkerfisins þegar hann stöðvaði FBI.
Ekki var mikil reisn yfir þeirri umræðu.
FBI mennirnir fóru víst með Sigga af landi brott til að heyra sögurnar hans, enda var tilgangurinn alltaf sá einn að njósna um WikiLeaks og þá sem höfðu átt samstarf við Julian Assange á Íslandi.
Og talið um að hakka hafi átt vef Stjórnarráðsins var líka hugarburður, eins og lesa má í þessari grein Birgittu Jónsdóttur.