Það er mikið deilt um hagkvæmni álframleiðslu þessa dagana.
Hér er eitt innlegg í þá umræðu, frétt frá Bloomberg.
Skuldabréf álrisans Alcoa, sem er eigandi álversins í Reyðarfirði, hafa verið færð niður í ruslflokk vegna lágs álverðs.
Með fylgir greining Moody´s en þar segir að álverð hafi verið lækkandi síðan 2011. Alcoa hafi verið að skera mikið niður síðan þá.
En offramleiðsla á áli og minnkandi hagvöxtur í Kína veldur því að Moody´s segir að ekki sé fyrirsjáanlegt að álverð hækki, það sé ekki á sjóndeildarhringnum.