fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Gamli Skólavörðustígurinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. maí 2013 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd sýnir Skólavörðustíginn á níunda áratugnum, áður en gagngerar breytingar voru gerðar á honum. Þessi mynd birtist á vefsíðunni 101Reykjavík.

Þarna er leikfangaverslun sem margir muna eftir, stofa Péturs rakara sem klippti menn með símtól undir vanganum, hann var umboðsmaður hljómsveita og var sífellt að bóka þær út um allt land. Svo var þarna gjafavörubúð lengi sem seldi og einnig var þarna til húsa Bókin – helsta fornbókaverslun bæjarins. Þar kom maður og spjallaði við heiðursmennina Gunnar Valdimarsson og Snæ Jóhannesson.

Bak við var svo Breiðfirðingabúð. Þar hafði verið ýmisleg starfsemi, fyrst átthagafélaga á blómatíma þeirra og svo var þarna um tíma skemmtistaður fyrir unglinga þar sem margar nafntogaðar hjómsveitir tróðu upp. Nokkuð sérkennilegur maður, sem ég man ekki nafnið á, rak síðan Íslenska dýrasafnið í Breiðfirðingabúð. Þar voru nokkur uppstoppuð dýr. Stuðmenn gerðu safnið ódauðlegt í myndinni Með allt á hreinu.

Skólavörðustígur 10, þar sem leikfangabúðin var, nefndist Bergshús. Þar leigði Þorbergur herbergi undir súð eins og frægt er úr Ofvitanum. Húsið var flutt í Árbæjarsafn 1990.Þessu var öllu rutt burt og það var ekki endilega til bóta. Húsin sem komu í staðinn eru ekki sérlega falleg. En Skólavörðustígurinn má þó eiga að hann er ein skemmtilegasta gata bæjarins – og þar sem Berghús var er nú Kaffifélagið, besta kaffihús bæjarins.

558112_564908203527202_1523782661_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin