fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Hvaðan á skattféð að koma?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. maí 2013 23:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar á að taka skatta? Þeir verða að koma einhvers staðar frá. Annars þurfum við að skera stórlega niður í samneyslunni, einhverjum kann að þykja það gott, en þorri þjóðarinnar er ekki á því máli.

Manni finnst stundum, búandi á Íslandi, að þeir einu sem ekki fá mikla vorkunn vegna skattbyrðarinnar séu launþegar sem hafa enga leið til að koma sér undan skattheimtu.

Það er sífellt verið að kvarta undan of háum sköttum á fyrirtæki og fjármagn. Nýja ríkisstjórnin stefnir að því að lækka skattinn á fyrirtækin – og auðlindagjaldið.

Skattkerfið verður einfaldað að sögn, það þýðir að skattþrepum er fækkað, þannig að allir borga sömu hlutfallstölu af tekjum sínum.

Það stendur til að einfalda virðisaukaskattskerfið. Jón Baldvin Hannibalsson varð mjög óvinsæll á sínum tíma þegar hann vildi hafa eitt flatt viðrðisaukaskattsþrep. Þá var talað um matarskatt. En nú virðist stefnt í þá átt. Skattur á marga hluti hækkar á, en um leið verður kannski hægt að lækka virðisaukaskattsprósentuna aðeins.

Síðasta ríkisstjórn setti auðlindagjald á útgerðina. Það er varla óeðlilegt í ljósi þess að hún fær ókeypis aðgang að sjávarauðlindinni – og þess að hún hefur notið mjög góðs af lágu gengi krónunnar. Það hefur orðið mikill flutningur á verðmætum til útgerðarinnar.

Hún setti líka aukaskatt á stóriðjuna. Það er varla óeðlilegt í ljósi þess að tilkostnaður stóriðjunnar á Íslandi lækkaði mikið við hrunið.

Og svo er það ferðaþjónustan. Nú er tilkynnt að hverfa eigi frá áformum um að hækka skatta á ferðaþjónustuna. Samt er það svo að gríðarlegur vöxtur hefur hlaupið í þessa grein. Mjög víða erlendis, bæði vestan hafs og austan, hefur skattlagning á ferðaþjónustu verið að aukast.

Það hlýtur að vera eðlilegt að seilast þangað eftir skattfé – fremur en til dæmis í vasa almennings sem hefur ekki orðið fyrir kaupmáttarrýrnun og aukningu skulda síðustu ár.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin