fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Forgangsröðun

Egill Helgason
Mánudaginn 13. maí 2013 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert sérlega auðvelt að vera stjórnmálamaður á upplýsingaöld og á tíma samskiptamiðla.

Menn eru minntir rækilega á orð sem þeir láta falla, á fyrirheit, loforð og meint svik.

Þannig var það um skjaldborgina henar Jóhönnu.

Um hana var skrifað á Facebook nánast daglega.

Og það verður eins með loforð Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar. Ef flokkurinn stendur ekki við þau stefnir hann í glötun.

Það er afar mikilvægt að eitthvað sem skiptir sköpum í þessu máli komi fram strax eftir að ríkisstjórnin er mynduð – og það er afar varasamt fyrir væntanlega stjórnarflokka að rugla með loforðin frá því fyrir kosningar og byrja á því að afnema veiðigjaldið.

Nú er liklegt að baktjaldamenn í flokkunum hamist í formönnunum að taka burt gjaldið strax, en það gæti snúist illa í höndunum á þeim.

Þetta er spurning um forgangsröðunina – og ekki síður hvernig kemur almenningi fyrir sjónir. Skuldarar þurfa að vera fyrir framan kvótaeigendur, annað væri afleikur hjá nýrri stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin