fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Fréttir af stjórnarmyndun

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. maí 2013 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingmar Karl Helgason fréttamaður, sem var framboði fyrir Vinstri græna í Reykjavík, hneykslast yfir því að fjölmiðlar séu að birta fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum – þegar lítið er að frétta.

Hann sér merki einhvers ógurlegs spuna þarna að baki.

Nú er aðalvandamál fjölmiðlanna við þessar viðræður að ekkert lekur í raun út um gang þeirra, nema hvað sagt var að í dag myndu flokksformennirnir ræða skulda- og skattamál og einnig hefur verið upplýst að ráðherrum verði hugsanlega fjölgað.

Það má kannski gagnrýna formennina fyrir að gera þetta svona. Kannski ættu þingflokkarnir að koma meira að málinu, upp til hópa virðast þingmenn vita jafn lítið og fjölmiðlarnir. Við vitum þó ekki gjörla hvað er að fara fram – kannski er hópur fólks að fara yfir málin á ókunnum stað í leynd meðan formennirnir funda í sumarbústöðum?

En meðan ástandið er svona – og væntanlega verður þetta allt upplýst síðla í næstu viku þegar líklegt er að stjórn verði mynduð – fylgjast fjölmiðlarnir með utan í frá. Það er enginn að kjafta af sér. En það er ekki þar með sagt að þetta sé allt merkingarlaust. Val á fundarstöðum, já, jafnvel val á tónlist eða bakkelsi, getur haft sína merkingu.

Eða muna menn ekki þegar Jón Baldvin og Davíð Oddsson fóru út í Viðey að mynda stjórn á sínum tíma – þá var það svipurinn á andliti þeirra sem sagði meira en allar fréttirnar sem birtust?

Í huga mér eru þessar myndir að minnsta kosti tákn fyrir allt sem þessi stjórn var; funandi ást sem braust fram í rjóðum vöngum beggja stjórnmálaforingjanna, en kólnaði síðar og endaði í gagnkvæmu óþoli og loks hatri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“