fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Stórættað fólk í stjórnmálum

Egill Helgason
Föstudaginn 3. maí 2013 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar David Cameron tók við völdum í Bretlandi var sagt að nú væri aftur runnin upp tíma manna sem hefðu fengið menntun sína í dýrum einkaskólum. Þetta þótti nokkuð óvænt – en um þetta skrifaði hin eiturskarpi blaðamaður Nick Cohen bók sem nefnist Waiting for the Etonians; Reports from the Sickbed of Liberal England.

Við Íslendingar höfum ekki dýra einkaskóla, en hins vegar gerðist það í kosningunum nú að nokkuð ættstórt fólk er í forsvari fyrir stjórnmálaflokkana.

Það þarf ekki að fjölyrða um Bjarna Benediktsson, hann er af þeirri miklu valdaætt sem er kennd við Engey. Af henni koma fjölmargir nafntogaðir stjórnmála- og kaupsýslumenn, þeirra frægastur nafni Bjarna sem var forsætisráðherra frá 1963 til 1970. Það gerist eiginlega aldrei að Engeyjarættin eigi ekki fólk á þingi – stundum jafnvel tvo eða þrjá þingmenn.

Guðmundur Steingrímsson er í þeirri merkilegu stöðu að bæði faðir hans og afi voru forsætisráðherrar. Honum þarf eiginlega að takast það sjálfum til að fullkomna þrennuna.

Katrín Jakobsdóttir er af ætt Thoroddsena. Sá merki stjórnmálamaður Skúli Thoroddsen var langafi hennar, en í ættinni er líka Katrín Thoroddsen sem var þriðja konan til að setjast á Alþingi og sú fyrsta þeirra sem getur talist róttæk í stjórnmálum. Afi hennar í föðurætt var Ármann Jakobsson, bankastjóri í Útvegsbankanum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eins og alþjóð veit sonur alþingis- og athafnamannsins Gunnlaugs Sigmundssonar.

En Árni Páll Árnason er af merkri ætt, langafi hans er séra Árni Þórarinsson, sem Þórbergur skrifaði um. Faðir Árna, séra Árni Pálsson, var vinsæll prestur í Kópavogi, hann hlaut dóm fyrir að taka þátt í mótmælum við Alþingishúsið 1949. Bróðir Árna er svo Þórólfur Árnason sem um tíma var borgarstjóri í Reykjavík. Ekki kemur það stjórnmálum við, en hinir stórmerku myndlistarmenn Sigurður og Kristján Guðmundssynir eru náfrændur Árna.

Í þessu sambandi virkar Píratinn Birgitta Jónsdóttir heldur ættlaus, en móðir hennar var reyndar þekkt vísnasöngkona, Bergþóra Árnadóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“