Liggur á að mynda ríkisstjórn?
Líklega fer Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í stjórnarmyndunarviðræður við einhvern flokk í dag. Væntanlega Sjálfstæðisflokkinn. Hann verður jú að nota umboðið – það eru liðnir fimm dagar frá kosningum.
En samkvæmt Davíð Oddssyni, mesta sérfræðingi Íslands um stjórnarmyndanir, þeim sem hefur myndað fleiri ríkisstjórnir en aðrir, liggur ekki svo mikið á. Meira að segja má lesa í leiðara Morgunblaðsins í fyrradag að efnahagsástandið sé með þeim hætti að enginn þurfi að flýta sér:
„Á árum áður háttaði stundum þannig til að rík nauðsyn þótti á að starfhæf ríkisstjórn yrði mynduð fyrir tiltekinn tíma vegna efnahagslegra þátta sem óhjákvæmilegt þótti að ríkisstjórn með meirihlutastuðning gripi inn í. Ekkert slíkt er uppi nú.“