Stóru tíðindin í könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru að fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er samanlagt komið niður fyrir fimmtíu prósent.
Þetta gerist reyndar án þess að stjórnarflokkarnir séu að bæta sérlega miklu við sig.
En vegna þess að fylgið er að dreifast mikið á framboð sem ná ekki manni inn – ég ætla ekki að kalla það „dauð atkvæði“ – geta Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengið þingmeirihluta með fylgi sem er langt undir fimmtíu prósentum.
Líklegt er að kosningabarátta stjórnarflokkanna beinist mikið að þessu nú síðustu tvo dagana fyrir kosningar.
Það virðist vera að Píratar og Björt framtíð séu að stabílíserast á bilinu 6-8 prósent.
Framsókn er greinilega að tapa fylgi á síðustu metrunum, en í raun má segja að allt yfir tuttugu prósent sé stórsigur fyrir flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn eygir vona að verða stærsti flokkurinn, en það yrði samt með einhverju lægsta fylgi í sögu hans.
Sýnir hvað atkvæðin eru að dreifast óhemju víða í þessum kosningum.