fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Lítil saga úr Melabúðinni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. apríl 2013 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér heyrist að mörgum Sjálfstæðismönnum sé brugðið vegna könnunarinnar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Þar er flokkurinn ekki með nema 23,8 prósenta fylgi, semsagt það sama og í síðustu kosningum.

Þeir bjuggust við meiru eftir atburðarásina sem fór af stað þegar Bjarni Benediktsson kom í frægt viðtal í sjónvarpið.

En kannski var Sjálfstæðisflokkurinn bara að finna botn sinn þessa daga – og hugsanlega er viðspyrnan ekki meiri.

Enn er flokkurinn undir Framsókn – það hefur verið nokkuð útbreidd skoðun að sjálfstæðismenn myndu þokast aðeins yfir á síðustu metrunum.

En kannski þarf það ekki að vera svo?

Í gær kom ég í Melabúðina sem oftar.

Fyrir utan hana stóð hinn geðþekki fréttamaður og framsóknarmaður Karl Garðarson og dreifði áróðursmiðum.

Þá kom keyrandi á stórum og dýrum bíl gömul kunningjakona mín úr Vesturbænum.

Hún er svo mikil sjálfstæðiskona að eitt sinn hefði maður jafnvel trúað henni til að ganga í einkennisbúningi frá flokknum, ef þeir hefðu á annað borð verið til.

Ég gantaðist með það hvort hún ætlaði ekki að taka við kosningamiða hjá Kalla. Stuttu síðar hafði Davíð Oddsson verið þarna á ferð og ekki viljað þiggja.

Þá kom sjálfstæðiskonan gallharða allmjög á óvart – hún lýsti því beinlínis yfir að hún ætlaði að kjósa Framsókn!

Og ég hugsaði, sem vonlegt var, að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri kannski ekkert að fara upp ef hann væri búinn að missa þennan kjósanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið