fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Er þingmönnum vorkunn?

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. apríl 2013 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumt fólk vinnur þannig störf að það er sífellt að leggja verk sinn í dóm almennings – já, og fjölmiðla.

Alþingismenn og ráðherrar eru í þeim hópi.

Lilja Mósesdóttir kvartar sáran undan þingmennsku í viðtali við DV og segir að fólk sem fari í hana megi búast við að missa mannorðið.

Nú verða ekki allir vinsælir af þingmennsku. Það fer nokkuð eftir framgöngu þeirra sjálfra á þingi.

En Lilja hefur ekki misst mannorð sitt. Hún var þvert á móti mjög vinsæll þingmaður sem notaði meðbyrinn til að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk. Innri mál í flokknum urðu þess valdandi að hann missti traust og býður ekki fram til Alþingis.

En það eru fleiri í svipuðum sporum.

Rithöfundar og listamenn semja verk. Þeim er misjafnlega tekið. Stundum fá þau jafnvel afar vonda dóma. Seljast ekki neitt. Það er pískrað í hornum um að viðkomandi  sé hæfileikalaus. Það er ekki auðvelt að lifa með því.

Afreksíþróttamenn sem ekki standa sig eiga heldur ekki sjö dagana sæla. Og oft hafa þeir að frekar litlu að hverfa þegar almannahyllin þverr.

Okkur sem störfum í fjölmiðlum er gjarnan úthúðað fyrir störf okkar. En maður getur ekki gert öllum til hæfis. Þetta fylgir starfinu. Úrsérgengnum fjölmiðlamönnum er kastað eins og tuskum. Þeir njóta lélegri eftirlauna en þingmenn.

Og svo er allt það fólk sem ber mikla ábyrð í störfum sínum. Og geta átt á hættu að verða fyrir grimmri gagnrýni ef þeim mistekst.

Læknar. Kennarar. Lögreglumenn. Svo nefnd séu afar fá dæmi.

Þingmönnum er ekki meiri vorkunn en öðrum. Og það eru miklu fleiri stéttir en þeir sem þurfa að vera til taks hvenær sem er sólarhringsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið