fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð, menntunin og faðirinn

Egill Helgason
Laugardaginn 20. apríl 2013 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson segir að umræðan um menntun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið ósæmileg.

Ég skrifaði um daginn litla færslu á Facebook þar sem sagði:

„Ég held að atlaga að Sigmundi Davíð vegna menntunar mistakist. Hann starfaði upp á Sjónvarpi fyrir hrun en var um leið að sækja sér ýmiss konar menntun, hann kom fram með mjög áhugaverðar hugmyndir um borgarskipulag og hafði kynnt sér vel borgir Austur-Evrópu. Ég man líka að nokkuð löngu fyrir hrun sendi hann mér skýrslu sem hann hafði tekið saman um húsnæðismarkaðinn á Íslandi, þar var merkilegt plagg þar sem var spáð fyrir um hvernig myndi fara. Hvort tveggja bar vott um að hann hefði sótt sér góða menntun.“

Ég fékk mjög heiftarleg viðbrögð við þessu. Þetta eru sjónarmið sem margir vildu ekki heyra.

Þessi menntunarmál voru til umræðu fyrir löngu, þá útskýrði Sigmundur Davíð þau – nú koma til skjala samstúdentar hans  og segja að þarna sé ekkert tortryggilegt á ferðinni.

Annað sem hefur verið notað gegn Sigmundi Davíð er faðir hans. Hann virðist vera nokkuð vanstilltur maður, en það er heldur engin sérstök ástæða til að hlaupa kveinandi með það í fjölmiðla þótt hann sé að skammast á einhverjum fundi. Í raun er frekar hallærislegt að gera svo mikið veður úr því.

En aðalatriðið er þó að Sigmundur Davíð ber ekki ábyrgð á föður sínum. Við gerum það fæst – ég tek til dæmis ekki ábygð á því hvað faðir minn segir og gerir.

Kosningabarátta af þessu tagi ber vott um ansi veika stöðu. Það eru ekki flokkarnir sjálfir sem dreifa þessu, en æstir stuðningsmenn gera það og sjást ekki fyrir.

Myndbandið hér að neðan kann að vera forvitnilegt í samhengi við það sem segir hér að ofan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið