fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

ESB – tæplega kosningamál

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. apríl 2013 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB aðildin virðist ekki vera neitt sérstakt kosningamál þessa dagana.

Össur Skarphéðinsson minnir á það í dag að hægt sé að opna alla kafla í aðildarviðræðum á þessu ári.

Á meðan er hann reyndar að skrifa undir fríverslunarsamning við Kína. Helst sýnist manni á þeim samningi að hann breyti frekar litlu. Við fáum ekki kínverskt vinnuafl flæðandi yfir landið, en hugsanlega gæti aðgengi íslenskra fyrirtækja að markaði í Kína batnað eitthvað. Í augum Kínverja er þetta líklega aðallega táknræn gjörð.

ASÍ er reitt yfir samningnum – og vissulega er það rétt að mannréttindi og réttindi verkafólks eru fótum troðin í Kína. Sem mál til að sveifla upp fylgi ríkisstjórnarflokkanna er þetta ónýtt.

Aftur að ESB. Samfylkingin notar aðildarviðræðurnar reyndar dálítið í auglýsingum, en það virðist ekki skila fylgi í hús.

En það eru fáir sem taka á móti eða sýna viðbrögð við þessu.

Kannski Regnbogi Jóns Bjarnasonar og Bjarna Harðarsonar, en annars er það eiginlega bara Morgunblaðið – í ritstjórnargreinunum þar er skrifað um ESB nær daglega af einstakri árvekni, en varla minnst á það sem er helst til umræðu í kosningunum, eins og til dæmis skuldamálin og loforð Framsóknar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin