fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Vegið úr launsátri

Egill Helgason
Föstudaginn 12. apríl 2013 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegið úr launsátri er klassískt nafn á spennusögu á Íslandi.

Og ætli megi ekki segja að þetta sé að koma fyrir Bjarna Benediktsson, það er verið að vega hann úr launsátri.

Hann er ekki vinsæll og hann fælir líklega atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum fremur en hitt – í gær sýndi hann reyndar á sér hlið í sjónvarpsviðtali sem hefur varla sést áður. Hann virkaði einlægur og sannur – líklega hefur hann alltof oft verið að leika eitthvert hlutverk í formannstíð sinni.

En aðförin að honum er mjög sérstök. Það birtast tvær skoðanakannanir í blaði sem er rekið af hörðum sjálfstæðismönnum, þeim er beinlínis ætlað að grafa undan honum. Það kemur ekki fram hverjir standi að baki þessum könnunum, sá  sem liggur helst undir grun neitar. Kjartan Gunnarsson telst vera pólitískur guðfaðir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Þetta virkar eins og hönnuð atburðarás. Svo birtast fréttir þar sem er vitnað í „frammámenn í Sjálfstæðisflokkum“ þar sem segir hvað Bjarni sé ómögulegur. Þetta má til dæmis lesa í DV í morgun.En hvergi kemur neinn fram undir nafni og segir að formaðurinn verði að fara. Það er ekki sérlega stórmannlegt.

Nú er beðið viðbragða Hönnu Birnu. Framhaldið ræðst að miklu leyti af þeim. Ef hún segist vera tilbúin að taka við formennskunni, þá verður atburðarásin varla stöðvuð. Ef hún lýsir yfir stuðningi við Bjarna, ja, þá er málið úr sögunni í bili.

En svo er náttúrlega spurning hvort Hönnu Birnu tekst að auka fylgi flokksins að ráði? Svona vígaferli líta ekki vel út rétt fyrir kosningar. Hanna Birna hefur ekki fiskað sérlega vel í kosningum, undir stjórn hennar beið Sjálfstæðisflokkurinn mikinn ósigur í Reykjavík í þegar síðast var kosið til borgarstjórnar. Það er erfitt að segja.

Strategíunni yrði breytt á augabragði ef hún tæki við formennskunni – það yrði keyrt á auglýsingar með henni. En það má líka spyrja hvort einhver annar kæmi ekki jafnvel út ef spurt væri sömu spurningar og Viðskiptablaðið gerði í gær?

Kristján Þór Júlíusson til dæmis. Eða hvað er mikið hægt að reiða sig á þessa könnun sem gæti orðið svo afdrifarík?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin