fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Fallinn ólígarki

Egill Helgason
Laugardaginn 23. mars 2013 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sat eitt sinn á næsta borði við hinn látna rússneska auðmann Boris Berezovskí á veitingahúsi í London. Hann fannst látinn á heimili sínu í Surrey í dag.

Nærvera hans var ekkert sérlega þægileg. Hann fiktaði án afláts við síma, hringdi, hætti við, talaði stutt við einhvern, með honum á borðinu var kona sem virkaði eins og einkaritari. Hann sjálfur var á iði, virtist vera taugaveiklaður. Hann var ekkert að flýta sér að borða, þetta var í hádeginu, en það var því líkast að borð á veitingahúsum væru eins og skrifstofa fyrir hann.

Berezovskí var stærðfræðingur að mennt, þótti fluggáfaður, og náði að auðgast í upplausninni í Rússlandi á tíma Jeltsíns forseta. Þá var hann í innsta hring hjá fjölskyldu forsetans. Hann var einn hinna svokölluðu ólígarka sem sagðir eru hafa rænt Rússland innan í frá. En honum sinnaðist við Pútín eftir að KGB-naglinn varð forseti. Bereszovskí flúði land og settist að í London; annar ólígarki, Mikhail Khodorkovskí hefur verið í fangelsi síðan 2003.

Berezovskí var dæmdur fyrir fjársvik og spillingu í Rússlandi, en fékkst ekki framseldur. Berezovskí hélt því fram að öfl heima í Rússlandi vildu myrða sig og hefðu margsinnis reynt það, Alexander Litvinenko, samstarfsmaður hans, var drepinn með geislavirku efni í London 2006.

Nú er sagt að Berezovskí hafi hugsanlega fyrirfarið sér. Hann hafi verið orðinn blankur, þurft að borga háa lögfræðireikninga vegna eilífra málaferla sem hann stóð í – meðal annars við annan ólígarka, Roman Abramovits, eiganda Chelsea. Sagt er að nýskeð hafi hann verið að reyna að selja mynd sem Andy Warhol gerði af Lenín – myndin er þó ekki talin vera nema að hámarki 75 þúsund punda virði. Slíkt fé hefði verið smáaurar fyrir Berezovskí á mestu veltiárunum.

Það má svo rifja að Berezovskí kom í viðtal á Sky-sjónvarpsstöðinni snemma árs 2009. Þar sagði hann meðal annars að Ísland hefði verið notað til að þvo illa fengið fé frá Rússlandi.

Britain Boris Berezov

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“