fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Alþingi og skipulagsvaldið í Miðbænum

Egill Helgason
Föstudaginn 22. mars 2013 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig í ósköpunum getur hótel á Landsímareitnum svokölluðum truflað starfsemi Alþingis eða ógnað öryggi þess?

Spölkorn frá Alþingi er annað hótel, hið stærsta í miðbænum, Hótel Borg. Alþingi er með stærsta torg bæjarins fyrir framan sig, Austurvöll, það verður ekki hróflað við honum.

Alþingismenn koma akandi á bílum sínum og hafa aðgang að sérstöku bílastæði í Vonarstræti – nema Mörður Árnason sem kemur á hjólinu sínu.

Þeir hafa skrifstofur í nokkuð mörgum húsum í bænum – þingið hefur þanist út í margar byggingar, það er meira að segja komið í Morgunblaðshúsið.

Sök sér að alþingismenn hafi sæmilega starfsaðstöðu.

En þegar þeir vilja líka fara taka sér skipulagsvald á svæðinu sem þeir hafa lagt undir sig – ja, þá er nokkuð langt gengið.

Þingforsetinn sem gengur fram með þessum hætti er reyndar að hætta á Alþingi. Hún á afar stuttan tíma eftir í embætti.

Meðan ríkir algjör glundroði á Alþingi, annað eins hefur varla sést, forsetinn ræður ekki við neitt. Er það kannski eitthvað sem þyrfti að sinna fremur en skipulagsmálum í Miðbænum?

Þetta er heldur ekkert smásvæði sem þingforsetinn vill að Alþingi leggi undir sig, og í raun stærsti hlutinn af gamla Miðbænum:

Frá horni Lækjargötu og Vonarstrætis að Tjarnargötu, frá Tjarnargötu að Kirkjustræti, frá Kirkjustræti að Aðalstræti, frá Aðalstræti að Vallarstræti, frá Vallarstræti að Veltusundi, frá Veltusundi að Austurstræti, frá Austurstræti að Lækjargötu og frá Lækjargötu að Vonarstræti.

230938_10151458563823366_68793747_n

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“