fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Politiken: Gerum eins og Íslendingar

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. mars 2013 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíðin HönnunarMars er búin að festa sig í sessi hér á Íslandi – hún er haldin á tíma þegar fer að koma smá vorfiðringur í mann.

Hátíðin lyftir bæjarbragnum og beinir sjónum okkar að hlutum sem eru mikilvægir – hvernig við getum notað hugvitið til að skapa hluti sem hafa notagildi eða eru fallegir og skemmtilegir – jú, og verðmætir.

Því hönnun getur verið afskaplega margvísleg. Hún er náttúrlega allt í kringum okkur. Flestallir hlutir í umhverfi okkar eiga einhvern höfund/hönnuð.

HönnunarMars er farinn að vekja athygli út fyrir landsteinana. Til dæmis skrifar blaðamaðurinn Lars Hedebo Olsen í danska stórblaðið Politiken og segir að þótt Íslendingar séu frægari fyrir tónlist og sýsl kringum furðulegar fjárfestingar, þá séu þeir að sýna umheiminum að þeir kunni sitthvað annað. Það sé mjög skemmtilegt hvernig menningarstofnanir, búðir og veitingahús, já bæjarlífið sé innstillt á hönnun þessa daga – að ógleymdum forsetanum og ráðherrum.

Blaðamaðurinn segir að dönsk hönnun sé vissulega þekktari en íslensk, en þarna hafi Íslendingar fundið skemmtilega leið til að beina athyglinni að hönnun og lyfta henni upp – hann spyr hvort Danir gætu lært af þessu og jafnvel haldið sinn eigin HönnunarMars?

e501c6415d3293e

Heimasíða HönnunarMars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“