fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gleymd Íslandskvikmynd – með Nico

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. febrúar 2013 00:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er frekar lítt þekktur kafli úr íslenskri kvikmyndasögu.

Leikarinn Pierre Clémenti þvælist víða um land og rekst hér og þar á söng- og leikkonuna Nico.

Kvikmyndin heitir La cicatrice interieure – eða Innvortis ör – og er frá 1972.

Cleménti, sem var frægur fyrir að leika í myndum eftir menn eins og Bunuel, Visconti og Bertolucci, fer um Þingvelli, Skeiðarársand, siglir á báti á Jökulsárlóni, sér eldgos, væntanlega í Heklu, og svo sýnist manni vera senur frá Öskju.

Það er heilmikið í þetta lagt.

Og Nico verður á vegi hans, hún var frægust fyrir að vera í hljómsveitinni Velvet Underground. Tónlist í myndinni er einnig flutt af henni.

Leikstjórinn Philippe Garrel, var á þessum tíma kærasti Nico, hann hefur haldið áfram að gera kvikmyndir. Nico andaðist 1988 eftir reiðhjólaslys, en Clémenti dó 1999.

Íslenski kaflinn byrjar á 25.50 og stendur lengi – jú, þetta er yfirmáta listrænt og maðurinn er fjarska nakinn úti í kaldri náttúrunni. Nico er hins vegar í síðum kyrtli.

Ætli einhver muni eftir því þegar þessi mynd var tekin hér? Þetta er frá tíma þegar afar lítið var gert af kvikmyndum á Íslandi.

http://www.youtube.com/watch?v=qsa57G1gKtQ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann