fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Steingrímur þreyttur og hættir – tekur Katrín við?

Egill Helgason
Laugardaginn 16. febrúar 2013 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon ætlar að hætta sem formaður Vinstri grænna. Það ber nokkuð brátt að.

Landsfundur flokksins er um næstu helgi, hann verður sjálfsagt frekar smár miðað við hinn risavaxna landsfund Sjálfstæðisflokksins sem er á sama tíma.

En formannskjör mun tryggja að fundur VG fær athygli í fréttum þessa helgi.

Katrín Jakobsdóttir er nefnd sem formannsefni, það talað eins og hún sé nánast sjálfkjörin. En væntanlega ríkir lýðræði innan VG – það gætu verið einhverjir aðrir sem hefðu áhuga á formannssætinu.

Hvað með til dæmis Svandísi Svavarsdóttur?

Steingrímur segist stefna á að sitja áfram á þingi. Það kemur dálítið á óvart. Oftar er það þanni að þegar sterkir leiðtogar eins og hann hætta, þá gefa þeir öðrum eftir sviðið.

Maður talar nú ekki um fólk sem hefur verið jafn lengi í stjórnmálum og Steingrímur. Hann kom fyrst inn á þing 1983. Hann stofnaði VG og er búinn að leiða flokkinn síðan 1999.

Steingrímur segir í yfirlýsingu að baráttan hafi tekið sinn toll. Hann er sjálfsagt þreyttur. Og ekki er hann vinsæll – það stefnir í afhroð VG í næstu kosningum.

Það er spurning hvort nýr formaður geti breytt einhverju þar um. Eitt má nefna í því sambandi – talsverðar líkur eru á að formaður VG verði eina konan í karlasamsæti flokksformanna í kosningunum. Og svo er hitt að Katrín Jakobsdóttir hefur jafnan mælst sem vinsælast ráðherrann í ríkisstjórninni.

En staðan fyrir kosningarnar verður furðuleg. Það verða komnir nýir formenn í báða stjórnarflokkana. En ríkisstjórnin mun væntanlega halda áfram fram að kosningunum, með fyrrverandi formennina sem aðalpersónur, líkt og undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann