fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Mörg sæti laus hjá Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. september 2012 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist ætla að verða nóg af lausu plássi hjá Sjálfstæðisflokknum næstu árin.

Flokkurinn mun sjálfsagt bæta við sig þó nokkrum þingmönnum í næstu kosningum – og svo eru einhverjir að hverfa á braut. Ólöf Nordal, Ásbjörn Óttarsson, líklega Árni Johnsen.

Einhverjir lysthafendur hafa gefið sig fram, en þó ekki margir miðað við að prófkjör eru á næsta leyti: Brynjar Níelsson og Geir Jón Þórðarson.

Þeim á sjálfsagt eftir að fjölga.

Í Reykjavík urðu þau feikn að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins tvístraðist. Þorbjörg Helga Vigfússdóttir og Geir Sveinsson eru farin burt, Hanna Birna Kristjánsdóttir vill fara á þing og sagt er að Kjartan Magnússon stefni líka þangað.

Hanna Birna stefnir á toppinn og vill fá fyrsta sætið í Reykjavík – og stefnir líka á varaformennsku í flokknum. Hvort tveggja ætti að vera innan seilingar fyrir hana. Hanna hefur reyndar átt í mesta basli í stjórnarandstöðunni í Reykjavík, og hún reið ekki feitum hesti frá formannskjörinu á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

En innan flokksins er sterk krafa um endurnýjun í þingliðinu – og margir flokksmenn eru áhyggjufullir vegna þess hversu margir þar eru tengdir vandræðamálum frá því á tímanum fyrir hrun. Hanna Birna mun njóta þessa.

Það eru næstum tvö ár þar til kosið verður til borgarstjórnar í Reykjavík. Þar verða þá ekki eftir nema Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson af þeim sem voru kosnir sem borgarfulltrúar vorið 2010. Aðstaða Sjálfstæðisflokksis í borgarstjórninni hefur breyst mikið, hann hefur ekki stjórnað borginni nema tvö ár síðan 1994. Aðrir flokkar hafa náð að halda honum frá völdum og svo gæti vel verið áfram. Það verður ekki séð að stjórnarhættir í borginni hafi versnað þótt hið nýja stjórnmálaafl, Besti flokkurinn, sé við völd.

Þannig að það er kannski ekki ýkja spennandi lengur fyrir þá sem vilja komast á framabraut í Sjálfstæðisflokknum að fara í borgarstjórn. Það var öðruvísi hér áður fyrr.

En það eru samsagt mörg sæti laus hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir þá sem vilja hasla sér völl í pólitík. Mannaval í þessi sæti ræður auðvitað miklu um það hvernig framtíð flokksins verður – hvort hann fetar braut, íhaldssemi, frjálslyndis, frjálshyggju eða þjóðernisstefnu…

Fálkinn er merki Sjálfstæðisflokksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir