fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Stjórnarskrárpunktar

Egill Helgason
Föstudaginn 5. október 2012 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hressilegt að sjá að umræður eru byrjaðar um efni tillagna Stjórnlagaráðs – í staðinn fyrir formið á málinu.

Það er reyndar mikil óvissa hvernig þetta fer allt. Kannski verður svo lítil þátttaka í kosningunum að auðvelt verður að láta eins og ekkert hafi gerst – þá eru varla líkur á nokkrum stjórnarskrárbreytingum næstu árin eða áratugina.

Líklegt er að hinar háværu kröfur um beint lýðræði verði fyrir bí. Menn geta þá spurt sig hverju er um að kenna – það er þá kannski ekki síst flokkapólitíkin sem eitrar allt á Íslandi.

Í Silfrinu á sunnudag verður fjallað um tvær hliðar stjórnarskrártillagnanna – Agnes M. Sigurðardóttir biskup verður í viðtali um afstöðu Þjóðkirkjunnar til spurningar númer 3, en þar er spurt hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um Þjóðkirkjuna.

Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur, kemur líka í þáttinn, en hún hefur skoðað tillögurnar með tilliti til óljósrar notkunar hugtaka – og náttúruverndarákvæða sem ganga býsna langt.

Svo er hún fjörleg ályktun Framsóknarmanna í Húnavatnssýslu sem telja að 111. grein stjórnarskrártillagnanna jafngildi landráðum, þar segir að framselja megi ríkisvald að genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Framsóknarmennirnir nyrðra telja að aldrei megi framselja „löggjafarvald, framkvæmdavald eða dómsvald“ til annarra ríkja.

Ályktun þeirra er kröftug, en þess er þó að gæta að Ísland er aðili að EES-samningnum og er skyldugt til að taka yfir mikið af löggjöf Evrópusambandsins vegna þess, við erum líka í Nató og það getur skuldbundið okkur til að styðja stríðsaðgerðir  – og við beygjum okkur undir ákvarðanir alþjóðlegra dómsstóla eins og Mannréttindadómstóls Evrópu.

Við gátum gengið í EES án þess að viðhöfð væri þjóðaratkvæðagreiðsla. Eftir á að hyggja var það skandall, með tillögum Stjórnlagaráðs hefði það verið skylda.

En miðað við það hvernig umræðan er í samfélaginu er í raun fullkomlega órökrétt að ekki skuli vera uppi háværari kröfur um úrsögn úr EES.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?