fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Pólitísk upplausn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. september 2011 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaflokkarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð í því ástandi sem ríkir núna.

Einn flokkur lætur frambjóðenda sinn synda yfir Fossvog, annar gefur blöðrur og pylsur við sundlaugar, ég sá myndir frá þriðja flokknum þar sem frambjóðendur voru að grilla. Gerir ekkert annað en að staðfesta hvað þetta er æpandi innantómt.

Ótrúlega mörgu fólki virðist hrylla við að kjósa gömlu flokkanna. Fylgi Besta flokksins rýkur upp, ekki vegna þess að fólk langi endilega að kjósa Besta flokkinn, heldur vegna þess að ekkert annað er í boði.

Besti flokkurinn veit hins vegar ekki lengur hvort hann er grín eða alvara – það gæti gert honum dálítið erfitt fyrir.

Fjórflokkakerfið hefur staðið af sér mörg áhlaup á Íslandi. Sumir hafa haldið því fram að það sé nánast inngróið í þjóðarsálina. Samt er ljóst að flokkarnir endurspegla engan veginn málefnaátök í íslensku samfélagi.

En nú er það í mjög miklum vanda. Flokkarnir eru með fólk innanborðs sem eru hálfgerðar vofur – zombies – og vita ekki hvernig á að taka á því. Sumir hafa tekið upp á því á sitt eindæmi að láta sig hverfa tímabundið. Aðrir eru undir miklum þrýstingi, en forystumenn flokkanna vita ekkert hvernig á að bregðast við.

Maður spyr: Gæti hópur sæmilega  skikkanlegs fólks sem tekur sig saman um framboð og skipuleggur sig vel ekki farið langleiðina með að ná völdum í Reykjavík – og jafnvel á landinu öllu? Og þá er ég ekki að meina byltingu, heldur einfaldlega sigur í kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Pólitísk upplausn

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu