Lilja Mósesdóttir skrifar á Facebook síðu sína:
„Eitt mikilvægasta verkefnið i dag er að vinna á reiðinni sem er í samfélaginu. Við erum föst í reiðinni eftir áfallið vegna bankahrunsins vegna þess að byrðum fjármálakreppunnar hefur ekki verið deilt á alla hópa á sanngjarnan hátt. Engin önnur þjóð hefur lagt jafn þungar byrðar á skuldsett heimili í kjölfar bankahruns. Í ár verður vaxtastig á óleiðréttum húsnæðislánum hér á landi sennilega um 14% (með verðbólgu) á meðan írsk heimili eru aðeins að greiða um 3,5%. Á sama tíma eru laun flestra stétta mun lægri en almennt gerist á Írlandi. Það er bara ekki hægt að sætta sig við þetta!“