fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Fyrrverandi þjóðarleiðtogar hvetja til viðurkenningar á Palestínu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. september 2011 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi evrópskra stjórnmálamanna af eldri kynslóð skrifar undir yfirlýsingu þar sem er hvatt til viðurkenningar á ríki Palestínumanna.

Meðal þeirra sem skrifa undir eru Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, John Bruton, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, Felipe Gonzales, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, Lionel Jospin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Vaira Vike Freiberga, fyrrverandi forseti Lettlands, og Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseti Þýskalands.

Ekki beint öfgamenn þar á ferð, heldur fólk sem nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín í stjórnmálum.

Hinn aldraði Richard von Weizsäcker nýtur mikillar virðingar í Þýskalandi. Hann var forseti í Vestur-Þýskalandi og síðar í sameinuðu Þýskalandi. Weiszsäcker hvetur ríki Evrópu til að viðurkenna Palestínu. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta Weizsäcker í Bonn árið 1987.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu