Fjöldi evrópskra stjórnmálamanna af eldri kynslóð skrifar undir yfirlýsingu þar sem er hvatt til viðurkenningar á ríki Palestínumanna.
Meðal þeirra sem skrifa undir eru Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, John Bruton, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, Felipe Gonzales, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, Lionel Jospin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Vaira Vike Freiberga, fyrrverandi forseti Lettlands, og Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseti Þýskalands.
Ekki beint öfgamenn þar á ferð, heldur fólk sem nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín í stjórnmálum.
Hinn aldraði Richard von Weizsäcker nýtur mikillar virðingar í Þýskalandi. Hann var forseti í Vestur-Þýskalandi og síðar í sameinuðu Þýskalandi. Weiszsäcker hvetur ríki Evrópu til að viðurkenna Palestínu. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta Weizsäcker í Bonn árið 1987.