Það eru býsna þéttar girðingar utan um fylgi Sjálfstæðisflokksins – og það hefur náð sér furðu fljótt að strik eftir hrunið og kosningarnar 2009.
Menn velta fyrir sér hvort nýtt framboð Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins – sem myndi staðsetja sig á miðjunni – myndi taka fylgi frá Sjálfstæðisflokknum.
Svarið er líklega nei – það verður eitthvað sáralítið.
Þeir munu taka fylgi frá Framsóknarflokki, Samfylkingu, Hreyfingunni og kannski VG.
En síst frá Sjálfstæðisflokki.
Það er talað um að Evrópusinnar innan Sjálfstæðisflokksins kunni að hrökklast burt – en þeir myndu frekar fara í langa eyðimerkurgöngu en að fara í eina sæng með Jóni Gnarr og syni Steingríms Hermannssonar.