DV stendur sig í stykkinu sem óháðasta og frjálsasta dagblaðið.
Undanfarið hefur blaðið verið að birta röð greina sem eru afar upplýsandi.
Annar greinaflokkurinn fjallar um það hvernig hópur manna innan Framsóknarflokksins auðgaðist stórkostlega á síðustu setu flokksins í ríkisstjórn. Þetta er óskapleg spillingarsaga.
Hinn greinaflokkurinn fjallar um hvað hafi orðið af útrásarvíkingunum. Af honum má vera ljóst að margir þeirra lifa í vellystingum praktuglega, flestir í útlöndum, og að þeim tókst að koma miklu fé undan í hruninu.
Eins og segir í leiðara blaðsins eru þetta „mennirnir sem voru markvisst gerðir persónulega óábyrgir“.
Hér er svo einn sem auðgaðist í gegnum tengsl sín við Framsóknarflokkinn og SÍS og stundar ljónaveiðar í Afríku.